Ef að þú varst ekki í göngunni í Kaupmannahöfn á laugardaginn gæti verið að þú trúir frásögn fjölmiðla um allan heim af því að í göngunni hafi einungis ríkt ofbeldi og mótmæli. Það var allavega ofan á í umfjöllunum netmiðla og annarra fréttamiðla af göngunni.

Dæmi; „Hundruðir mótmælenda handteknir á Loftlagsráðstefnunni“ og „Mótmælendum líkt við Hitlers-æskuna“.

En ef þú varst á staðnum, eða fylgdist með göngunni í beinni útsendingu á dönskum sjónvarpsstöðvum var greinilegt að það sem göngufólki var efst í huga var von, leikur og ástríðufull umhyggja fyrir Jörðinni og framtíð okkar.

Sjá nánar í áhugaverðri grein á Treehugger.com.

Sjá myndir frá kröfugöngunni á laugardaginn á treehugger.com.

Mynd frá göngunni af treehugger.com

Birt:
14. desember 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Heimsins stærsta kröfuganga fyrir aðgerðum í loftslagsmálum kæfð í fjölmiðlum víða um heim“, Náttúran.is: 14. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/14/heimsins-staersta-krofuganga-fyrir-aogeroum-i-loft/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: