Global Green kvikmyndahátíð 2008
National Tribal Environmental Council (NTEC), góðgerðasamtök staðsett í Albuquerque, New Mexico hafa hafið samstarf við 15. árlegu umhverfisráðstefnu næsta vor um að halda Global Green Indigenous kvikmyndahátíð 18.-20. apríl 2008.
NTEC eru samtök sem hafa unnið að því að bæta getu hvers ættflokks til að vernda, varðveita og efla skynsamlega stjórnun lofts, lands og vatns til hagsbóta núverandi og komandi kynslóða. Samtökin samanstanda af 184 ættflokkum.
"NTEC hefur unnið að því í nær 20 ár að vinna og hjálpa ættflokkum að vernda og stjórna auðlindum sínum," segir Jarry Pardilla, framkvæmdastjóri NTEC, "Alþjóðleg kvikmyndahátíð á við þessa mun sameina nýjungar til þess að vernda umhverfið sem mun hagnast öllum jarðarbúum."
NTEC tekur nú við kvikmyndun sem viðkoma umhverfismálum frá öllum löndum í heiminum. Fresturinn rennur út 18. janúar 2008. Nánari upplýsingar eru á vef NTEC .
Frétt af Treehugger.com
Mynd af vef NTEC
Birt:
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Global Green kvikmyndahátíð 2008“, Náttúran.is: 30. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/30/global-green-kvikmyndaht-2008/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.