Afmælisþing um kartöflur - ræktun og neyslu
Málþing um kartöfluna verður haldið í Akureyrar-Akademíunni, Húsmæðraskólanum að Þórunnarstræti 99, dagana 13.-14. september nk.
Á dagskrá er væn blanda af fræðum, listum, ræktun og matargerð, með erindum, uppákomum, veisluhaldi og dansi. „Fræðandi og nærandi“ eru einkunnarorð málþingsins. Þátttakendur eru garðyrkjufólk og ræktendur, myndlistafólk, sagnfræðingar, bændur, dansari og tónlistafólk.
Þingið er opið öllum áhugasömu og aðgangur er ókeypis. Dagskráin hefst laugardaginn 13. september kl. 13:00 og líkur daginn eftir, sunnudaginn 14. september kl. 13:00.
Mynd: Íslensku afbrigðin þrjú sem varðveitt eru í norræna genbankanum, Rauðar íslenskar, Gular íslenskar og Bláar íslenskar.Birt:
15. ágúst 2008
Tilvitnun:
AkureyrarAkademían „Afmælisþing um kartöflur - ræktun og neyslu“, Náttúran.is: 15. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/15/afmaelisthing-um-kartoflur-raektun-og-neyslu/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.