"Menn hafa [líka] hikað í stóriðjuframkvæmdum,“ segir Loftur Árnason, forstjóri Ístaks í viðtali við Morgunblaðið í dag til að skýra uppsagnir 300 starfsmanna hjá fyrirtækinu.

Að lokinni Kárahnjúkavirkjun - þar sem Impregilo fleytti rjómann ofan af - krefst undirverktakinn Ístak þess nú að stóriðju- og virkjanaframkvæmdum verði fram haldið.

Forstjóri Ístaks kennir umhverfisráðherra um að nú hægi á framkvæmdum. Mat á umhverfisáhrifum álvers á Bakka og rannsóknarborana í Gjástykki er andstætt hagsmunum Ístaks. Slíkar skýringar standast ekki og geta ekki verið ástæða fyrir uppsögnum 300 verkamanna nú.

Í ummælum forstjórans kemur enn einu sinni fram að verktakafyrirtæki telja að mat á umhverfisáhrifum sé nánast óþarft formsatriði. Þessi afstaða felur í sér algjört virðingarleysi gagnvart þeim verðmætum sem felast í óspilltri náttúru.
Birt:
29. ágúst 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Varhugaverð ummæli forstjóra Ístaks “, Náttúran.is: 29. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/29/varhugavero-ummaeli-forstjora-istaks/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: