Loftmengun í formi brennisteinsvetnis og koltvísýrings sem kemur úr borholum á Hellisheiði kann senn að heyra sögunni til. Í maí verður gangsett tilraunahreinsistöð sem dælir þessum efnum aftur niður í jörðina.

Greint er frá þessu í Viðskiptablaðinu í gær en uppsetning tilraunahreinsistöðvarinnar er viðleitni við að losna við mengunarefni á borð við koltvísýring (CO2) og brennisteinsvetni (H2S) sem nú fer óheft út í andrúmsloftið. Það er Mannviti verkfræðistofa sem hannar hreinsistöðina, en þetta er unnið sem forgangsverkefni á vegum Orkuveitu Reykjavíkur.

Mynd: Guðrún Tryggvaóttir við borholustrók á Hellisheiði. Ljósmynd: Birgir Þórðarson.

Birt:
20. mars 2009
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Tilraunahreinsistöð á afgasi frá Hellisheiðarvirkjun gangsett í maí“, Náttúran.is: 20. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/20/tilraunahreinsistoo-afgasi-fra-hellisheioarvirkjun/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: