Kirkjubæjarstofa- Fræðasetur á sviði náttúru, sögu og menningar heldur upp á tíu ára afmæli sitt með ráðstefnu sem haldin er dagana 9.- 10. nóvember 2007
Ráðstefnan verður haldin á Hótel Klaustri, Kirkjubæjarklaustri og er öllum opin.

Föstudagur 9. nóv.
15:00 – 15:30 Skráning og kaffi
15:30 – 15:35 Setning: Bjarni Daníelsson, formaður stjórnar Kirkjubæjarstofu
15:35 – 15:45 Ávarp: Jón Helgason, fv. formaður stjórnar Kirkjubæjarstofu
15:45 – 16:05 Frá hugmynd til veruleika, tíu ára saga Kirkjubæjarstofu: Jóna Sigurbjartsdóttir oddviti Skaftárhrepps og Ólafía Jakobsdóttir verkefnisstjóri
16:05 – 16:25 Fyrstu skrefin: Helga Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur og fv. forstöðumaður Kirkjubæjarstofu. og www.klaustur.is


16:25 – 16:45 Gagnagrunnurinn Arfur: Elín Erlingsdóttir landfræðingur og fv. verkefnisstjóri Kirkjubæjarstofu
16:45 – 17:05 Verndun fornminja: Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins
17:05 – 17:25 Brúðir Krists í Kirkjubæ: Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur
17:25 – 18:00 Fyrirspurnir og umræður

18:00 Hlé
19:30 Fordrykkur- hátíðarkvöldverður

Laugardagur 10. nóv.

09:15 – 09:40 Athuganir á eldvirkni í Vestur Skaftafellssýslu: Þorvaldur Þórðarson jarðfræðingur.
09.40 – 10:05 Landnám og útbreiðslu gróðurs í Eldhrauni: Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur og Jóna Björk Jónsdóttir líffræðingur
10:05 – 10:30 Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs- ný tækifæri: Þórður H. Ólafsson starfsmaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs
10:30 – 10 40 Kaffihlé
10:40 – 11:05 Náttúruperlan Laki- viðhorf ferðamanna og ferðaþjónustu: Anna Dóra Sæþórsdóttir landfræðingur
11:05 – 11:30 Umhverfisáhrif ferðamennsku- getum við stýrt þeim?: Rannveig Ólafsdóttir jarð- og landfræðingur
11:30 – 12:00 Fyrirspurnir og umræður
12:00 – 13:00 Matarhlé
13:00 – 13:30 Fræðasetrið Kirkjubæjarstofa á 21. öldinni-framtíðarsýn:
Bjarni Daníelsson sveitarstjóri Skaftárhrepps og stjórnarformaður Kirkjubæjarstofu og Þorvarður Árnason forstöðumaður Háskólasetursins á Höfn og í stjórn Kirkjubæjarstofu, stýra opnum umræðum um framtíðarhlutverk og framtíðarverkefni Kirkjubæjarstofu.

Þeim til halds og trausts verða eftirtaldir sérfræðingar:

Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands
Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins
Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands
Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga
Sveinn Aðalsteinsson, ráðgjafi Háskólafélagi Suðurlands
Kári Kristjánsson, sérfræðingur og landvörður Skaftafellsþjóðgarði/Lakagígum
Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður Skaftafellsþjóðgarði

14:30 Ráðstefnuslit: Bjarni Daníelsson.

Ráðstefnustjórar: Elín Heiða Valsdóttir og Jóna Sigurbjartsdóttir.
Hótel Klaustur býður ráðstefnugestum gistingu á hóflegu verði og hádegisverð á laugardeginum. Nánari upplýsingar og skráning á afmælisráðstefnuna og í gistingu á Hótel Klaustri eru í síma Kirkjubæjarstofu: 487 4645 / 892 9650 og á netfanginu: kbstofa@simnet.is. Vefsíður: www.kbkl.is.

Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir. 

Birt:
5. nóvember 2007
Höfundur:
Kirkjubæjarstofa
Tilvitnun:
Kirkjubæjarstofa „10 ára afmælisráðstefna Kirkjubæjarstofu“, Náttúran.is: 5. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/05/10-ra-afmlisrstefna-kirkjubjarstofu/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: