Samkvæmt nýrri rannsókn Sænsku þróunarsamvinnustofnunarinnar SIDA (Swedish Institute of Development Aid) er ástandið svo óstöðugt í um 50 ríkjum að loftslagsbreytingar geta leitt til alvarlegra stríðsátaka. Um 50 lönd til viðbótar eru í hættu samkvæmt skýrslu stofnunarinnar sem kom út í dag.

Þrír fjórðu íbúa heims búa í löndum þar sem mikil hætta er á vopnuðum átökum eða pólitískum óstöðugleika af völdum loftslagsbreytinga. Fátækustu ríkin vera verst úti.

Sjá frétt sænska sjónvarpsins
. Sjá skýrsluna sjálfa. Myndin fylgir frétt sænska sjónvarpsins.
Birt:
18. febrúar 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Loftslagsbreytingar ógna heimsfriði“, Náttúran.is: 18. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/18/loftslagsbreytingar-ogna-heimsfrioi/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: