Grein í Útiveru - Sjónarhorn Guðrúnar Tryggvadóttur
Í síðasta tölublaði tímaritsins Útiveru er grein eftir Guðrúnu Tryggvadóttur með yfirskriftinni „Íslensk náttúra“. Í blaðinu er að þessu sinni fjallað um Skaftafellsþjóðgarð, fjallasigra Íslendinga, Mýrdalinn, búnaðarprófun, Stok Kangri o.m.fl. Útiveruútgáfan hefur verið starfrækt síðan árið 2003 og er í sífelldum vexti. Auk þess að gefa út tímaritið „Útivera - tímarit um útivist og ferðalög“, gefur félagið út tímaritin „Outdoors and travel in Iceland“, „Á ferðinni - tímarit um allt er tengist fellihýsum, tjaldvögnum, húsbílum og hjólhýsum“ og rekur vefina utivera.is og tjaldsvaedi.is. Útgáfa bóka, gönguleiðakort og handbóka um náttúru og útiveru er einnig stór hluti starfseminnar.
Birt:
29. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grein í Útiveru - Sjónarhorn Guðrúnar Tryggvadóttur“, Náttúran.is: 29. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/sjonarhorn_gt/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 4. maí 2007