Spanhellur
Í stóreldhúsum og mötuneytum eru spanhellur útbreiddar vegna hinna mörgu kosta sem þær bjóða upp á. Eftirspurn einkaaðila hefur stigaukist á sama tíma. Spanhellurnrar hafa ótrúlega fljótan upphitunartíma og svara breytingum á stillingum jafn hratt og örugglega og gas. Eina skilyrðið er að potturinn sé með botni sem leiðir segul. Með svona fljótlegri og nákvæmri hitun er meðal annars hægt að bræða súkkulaði án vatnsbaðs, haldið heitu án þess að hætta sé á að matur brenni við og haldið hita á allri pönnunni þegar eldað er á Wok pönnu.
Spanhellur notast einnig við litla orku. Mun meiri hluti orkunnar er nýttur þegar spanhelluborð er notað en þegar hefðbundin helluborð eru notuð og því eru þau mun ódýrari í notkun. Varmatap er ekkert þar sem eingöngu potturinn hitnar. Ef potturinn er tekinn af hellunni, fer hún sjálfkrafa í svefnham.
En hvað er span?
Lögmálið bak við Span var uppgötvað af H.Lenz, L.Foucault og J.Joule og á heimssýningunni í París árið 1889 sýndu þeir fram á að ef straumur er sendur í gegnum spólu myndast segulsvið sem hægt er að stjórna með aðstoð straumsins.
Tækniþróun síðustu ára hefur nú gert okkur kleift að nýta þessa hugmynd við matartilbúning. Span er ekki síst mikið notað í stóreldhúsum og veitingahúsum.
Með spani næst fram mesta nýting vegna þess að botn pottsins er hitaelementið og því verður nýtingarstuðullinn mun hærri. Ekki þarf fyrst að hita upp element og svo helluna en við það tapast mikil orka.
Mun fljótlegra er að ná upp hita með spani en keramik, steyptum hellum eða gashellum. Vatn sþður einnig mun fljótar en í hraðsuðukatli.Þegar slökkt er á spanhellu eru viðbrögðin eins og við gaseldun. Ef t.d. er verið að hita mjólk, sþður hún fljótlega og venjulega er potturinn dreginn af hellunni. Þegar notað er spanhelluborð er einfaldlega slökkt á hitanum og árangurinn sést strax, suðunni lýkur og loftbólurnar falla. Þar sem spanhellan hitnar ekki eins og hefðbundnar hellur er mun auðveldara að þrífa hana. Ef sþður upp úr er einfaldlega þurrkað af helluborðinu, það brennur ekki fast. Á sumum helluborðum er hægt að stjórna með tímastilli. Með honum er stillt hversu lengi maturinn á að sjóða og þegar sá tími er liðinn, heyrist viðvörunarhljóð og sjálfkrafa slökknar á hellunni. Hellurnar á spanhelluborði er eingöngu hægt að nota ef á henni stendur pottur - það er ekki hægt að kveikja á henni án potts eða segulleiðara. Þetta dregur úr slysahættu.Upplýsingar teknar úr bæklingi Gorenje um Spanhellur.Mynd tekin af made-in-china.com
Birt:
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Spanhellur“, Náttúran.is: 14. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2007/09/21/spanhellur/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. september 2007
breytt: 25. september 2011