Costa Rica plantar 5 milljón trjám
Nú hefur Costa Rica bæst í hóp með Kúbu og Mexíkó sem hafa lagt mikla vinnu í að planta trjám. Forseti Costa Ricu, Oscar Arias, plantaði síðustu plöntunni af þeim 5
milljónum sem gróðursett voru nálægt skrifstofu hans í San Jose. Costa Rica hefur sett sér það háleita markmið að minnka kolefnislosun sína niður í núll. Áætlað er að takmarkinu
verði náð á árinu 2021.
"Ég veit ekki hvort við verðum búin að ná takmarkinu árið 2021 en það mikilvæga er að setja sér háleit markmið og vinna síðan að því að ná þeim" segir Arias.
Markmiðið var sett í kjölfar hinna gríðarlegu ummerkja sem hlýnun jarðar skilur eftir sig í Mið-Ameríku. Vísindamenn frá Costa Rica kenna loftslagsbreytingum t.a.m. um það hversu margar froskategundir hafa dáið út.
Í lok ársins 2007 mun Costa Rica hafa plantað 6,5 milljónum trjáa, sem ættu að vega á móti 111.000 tonna kolefnislosun. Costa Rica stefnir að því að planta 7 milljón trjáplöntum á næsta ári.
Birt:
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Costa Rica plantar 5 milljón trjám“, Náttúran.is: 10. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/10// [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.