Vægi víðerna Ástralíu í hnattrænu samhengi
Orð dagsins 28. ágúst 2008.
Um 40% af Ástralíu er enn nær ósnert af mönnum að því er fram kemur í nýrri skýrslu. Samtals eru víðerni Ástralíu um 3 milljónir ferkílómetra, eða um þrítugföld stærð Íslands. Í skýrslunni kemur fram að mikilvægt sé að vernda þessi svæði eftir föngum, því að í raun séu þau álíka mikilvæg fyrir lífríkið á jörðinni og Amazonsvæðið. Stærstu víðernin að þessum tveimur heimshlutum frátöldum eru á Suðurskautslandinu, í Sahara og á norðurheimskautssvæðum Kanada. Víðernum Ástralíu stafar helst hætta af ágengum tegundum.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag
Birt:
28. ágúst 2008
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Vægi víðerna Ástralíu í hnattrænu samhengi“, Náttúran.is: 28. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/04/astralia/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. september 2008
breytt: 10. febrúar 2011