Verkefnisstjórn Rammaáætlunar boðar til opins kynningarfundar í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 9. júní kl. 14:00 undir yfirskriftinni „Vernd eða nýting?“ en eins og kunnugt er er nú unnið að 2. áfanga undir sama heiti og vonir bundnar við að faghóður 2. áfanga skili niðurstöðum í lok árs.

Á fundinum verður kynnt staða verkefnisins en stjórnin mun skila stjórnvöldum niðurstöðum sínum um næstu áramót. M.a. munu formenn faghópa áætlunarinnar kynna starfssvið hópanna og gerð verður grein fyrir þeim svæðum og virkjunarhugmyndum sem metin verða undir hatti rammaáætlunar.

Kynningarfundurinn er öllum opinn.

Sjá vef Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.

Birt:
5. júní 2009
Uppruni:
Rammaáætlun
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kynningarfundur um Rammaáætlun“, Náttúran.is: 5. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/05/kynningarfundur-um-rammaaaetlun/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: