Umhverfisstofnun og Umhverfissvið Reykjavíkukrborgar hafa gefið út skýrslu starfshóps á þeirra vegum, þar sem lagt er mat á þá áhættu sem kann að stafa af aukinni notkun latexhanska í matvælaiðnaði og annarsstaðar við meðhöndlun matvæla.
Niðurstöður starfshópsins eru á þessa leið:
Samkvæmt upplýsingum sem hópurinn hefur undir höndum er ljóst að latex getur borist í matvæli úr hönskum sem notaðir eru við framleiðslu eða meðhöndlun matvæla. Latexofæmi er alvarlegur sjúkdómur, sem getur jafnvel leitt til dauða. Tíðni sjúkdómsins er ekki þekkt hér á landi, en þekkt er að tíðnin eykst með aukinni notkun latex. Þó e.t.v. sé ekki hægt að segja að vandmálið sé víðtækt verður að hafa það í huga að fyrir þá sem hafa latex ofnæmi er vandamálið alvarlegt og tíðnin gæti aukist með vaxandi notkun latex.
Sjá skýrsluna.

Birt:
7. desember 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Latex í snertingu við matvæli“, Náttúran.is: 7. desember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/latex_snerting_matvaeli/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 3. maí 2007

Skilaboð: