Orð dagsins 18. desember 2007
Norsku góðgerðarsamtökin Fair bjóða norskum fyrirtækjum að koma úreltum tölvum þeirra í not í þróunarlöndunum gegn föstu árlegu gjaldi. Samtökin sjá þá um að sækja tölvurnar, eyða úr þeim öllum gögnum, setja inn viðeigandi forrit og flytja þær til þróunarlanda þar sem þær koma að góðum notum. Til að koma í veg fyrir að raftækjaúrgangur safnist upp í móttökulandinu tekur Fair til baka þyngd tækjanna í úrgangi, auk þess að taka tölvurnar aftur þegar þær hafa lokið hlutverki sínu á nýja staðnum.
Lesið frétt Grønn Hverdag í gær.
Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21
Birt:
18. desember 2007
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 18. desember 2007“, Náttúran.is: 18. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/18/oro-dagsins-18-desember-2007/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.