Orð dagsins 19. maí 2008

Flest bendir til að erfitt verði að ná því markmiði að hægja á tapi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir árið 2010. Talið er að þrjár tegundir lífvera deyi út á hverri klukkustund, en engin dæmi eru um svo hraða hnignun lífríkisins frá því að risaeðlurnar dóu út fyrir um 65 milljónum ára. Fjölgun mannkyns, mengun og loftslagsbreytingar eru helstu ástæðurnar fyrir þessari öru þróun. Þessi mál verða til umræðu á 9. fundi aðildarríkja Samningsins um líffræðilega fjölbreytni, sem hófst í Bonn í dag.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag 

Birt:
19. maí 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Þrjár tegundir lífvera deyja út á hverri klukkustund“, Náttúran.is: 19. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/19/thrjar-tegundir-lifvera-deyja-ut-hverri-klukkustun/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: