Friðrik Sophusson sagði - ekki fyrir löngu - að nú yrði að grípa tækifærið og semja um gott orkuverð við stóriðjufyrirtæki. Slíkt tækifæri kæmi e.t.v. ekki aftur.

Nú vill Davíð Oddsson bíða með slíkar fjárfestingar því vextina getur hann tæpast hækkað meira og þrátt fyrir að hann hafi hækkað vexti látlaust undanfarin misseri bendir ekkert til að stóriðjan eða Landsvirkjun láti sér segjast. Þá er það bara handaflið eftir hjá Davíð en bláa höndin er kannski farin að dofna.

Össur Skarphéðinsson, iðnðarráðherra, benti ný verið á að stjórnvöld fái litlu ráðið um stóriðju- og virkjunarframkvæmdir en það var ákveðið með orkulögum frá 2003. Þá var Davíð Oddsson forsætisráðherra. Nú er spurning hvort Friðrik Sophusson taki nokkuð mark á honum.

Sjá frétt á Vísir.is.

Myndin er af hluta athafnasvæðis Alcoa Fjarðaráls. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
7. nóvember 2007
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Stóriðjustopp í spilunum?“, Náttúran.is: 7. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/07/strijustopp-spilunum/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: