Sýking og bólga í leggöngum
Við eðlilegar aðstæður er mikið af náttúrulegum gerlum í leggöngunum sem vernda konum gegn sýklum. Stundum kemst ójafnvægi á leggangaflóruna og óeðlileg fjölgun og eða innrás gerla getur átt sér stað. Ójafnvægið getur leitt til bólgu og sýkingar í leggöngum sem lýsir sér með særindum, kláða og útferð. Orsakir breytinga á flórunni í slímhúð legganga geta verið margar, sem dæmi má nefna:*sýking annars staðar í líkamanum*röskun á hormónaframleiðslu (t.d. á gelgjuskeiði, meðgöngu og breytingaskeiði),*streita*svefnleysi*blóðleysi,*lyf (t.d. getnaðarvarnarpillan, hormónalyf og sýklalyf)*ofnotkun, freyðibaða, úða og annarra efna sem berast í leggöng,*óhentugur klæðnaður (t.d. þröngar buxur og nærbuxur úr gerviefnum).*rangt mataræði. Gáið að því að sýking getur verið margs konar og kynsjúkdómar eru algengir. Því er nauðsynlegt að leita ávallt til kvensjúkdómalæknis ef sýkingar í leggöngum verður vart.
Birt:
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Sýking og bólga í leggöngum“, Náttúran.is: 20. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/sking-og-blga-leggngum/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 13. apríl 2007
breytt: 20. febrúar 2011