Vistvænt umhverfi verður eflt á Nýja-Sjálandi
Nýja-Sjáland hefur sett sér það markmið að verða fyrsta koltvísýringsjafnaða land í heimi. Ríkisstjórnin í Wellington vill gera landbúnaðinn umhverfisvænan og þróa aðferðir til að draga úr losun nautgripa- og sauðfjárhjarða landsins á metan en nautgripa- og sauðfjárrækt er þar afar umfangsmikil.
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Helen Clark hefur boðað víðtækar áætlanir um sjálfbært samfélag. Sósíaldemokratísk og græn ríkisstjórn hennar hefur sett sér það markmið að Nýja-Sjáland verði í forystuhlutverki í umhverfis- og veðurfarsvernd í heiminum.
Breytingar á veðurfari á síðustu árum hafa leitt til stefnubreytinga landsins í þeim málum. Umfram allt annað vill ríkisstjórnin nú draga úr losun koltvísýrings. Í samræmi við það vill hún draga úr hinu mikla skógarhöggi í landinu sem á þátt í þeirri losun.
Í Nýja-Sjálandi er skógurinn ódýr en mjólkin dýr Skógarnir eru ruddir til að fá beitiland fyrir kþrnar. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að draga stórlega úr skóarhöggi og rækta 250 þúsund hektara af nýjum skógi.
Helmingur af losun gróðurhúsalofttegunda á Nýja-Sjálandi stafar frá landbúnaði. Fimmti hluti losunarinnar er hláturgas (N2O) frá búfjáráburði. Með því að nota nýju tækni á að reyna að eyða þeim áhrifum. Meira vandamál er metan frá nautgripum og sauðfé. Ríkisstjórnin vill koma á fót alþjóðlega samstarfi til að ráða bót á því, m.a. með samstarfi við ESB.
Stærsta mjólkurfyrirtæki landsins, Fonterra, hefur nú þegar hafið verkefni til að meta losun gróðurhúsalofttegunda í mjólkurframleiðsluferlinum og tekið upp samsatarf við nokkra háskóla í því sambandi. Finna á stærstu losunarstaðina á kúabúinu, í mjólkurbúinu og í dreifingu afurðanna. Niðurstöðuna á að nota til að hanna leiðbeiningakerfi fyrir framleiðendur og neytendur varðandi það sem betur má gera.
Ríkisstjórnin á Nýj-Sjálandi hefur sett sér það markmið að 90% af rafmagnsnotkun í landinu verði framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum fyrir árið 2025. Í samgöngumálum skal lögð áhersla á líforku og rafknúna bíla, ásamt því að almannasamgöngur verði efldar.
Úr Bændablaðinu 1 tbl. 2008, grein upphaflega úr Landsbygdens Folk.
Myndin er af Vísindavefnum og sýnir Ástralíu og Nýja-Sjáland neðst í hægra horni.
Birt:
Tilvitnun:
Landsbygdens Folk „Vistvænt umhverfi verður eflt á Nýja-Sjálandi“, Náttúran.is: 20. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/20/vistvaent-umhverfi-verour-eflt-nyja-sjalandi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.