Dagskrá til varnar Náttúru Íslands á Austurvelli í dag kl. 15:00
Í dag kl. 15:00 mun forseti Íslands leggja hornstein að einni umdeildustu framkvæmd Íslandssögunnar, Kárahnjúkavirkjun.
Umhverfisverndarsinnar hafa fengið forseta til að leggja með í hornsteininn, sínar skoðanir á framvæmdinni.
Hætta hópurinn og Náttúruvaktin o.fl. standa að þessu tilefni fyrir dagskrá til varnar Náttúru Íslands, á sama tíma og hornsteinninn verður lagður fyrir austan.
Dagskrárdrög:
- Flutt verður íslensk tónlist af hópi ungra blásara
- Örstuttur óður til náttúru Íslands, Ásta Þorleifsdóttir
- Bræðrabþti eftir Stephan G. Stephansson í flutningi Margrétar Vilhjálmdóttur
- Yfirlýsing náttúruunnenda sem lögð verður í hornstein Kárahnjúkavirkjunar lesin af Kolbrúnu Halldórsdóttir
- „Fylgd“ eftir Guðmund Böðvarsson, Guðrún Ásmundsdóttir les
- Andri Snær Magnason les úr verkum sínum
- Fjöldasöngur og fleira
Birt:
12. maí 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Dagskrá til varnar Náttúru Íslands á Austurvelli í dag kl. 15:00“, Náttúran.is: 12. maí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/dagskr_varnar_isl/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 16. maí 2007