Nintendo og Microsoft á botninum
Orð dagsins 27. júní 2008
Aðeins Sony og Sony Ericsson fá hærri einkunn en 5 á nýjum einkunnaskala Greenpeace fyrir umhverfislega frammistöðu tölvu-, sjónvarps- og farsímaframleiðenda, en skýrsla um umhverfismál rafeindageirans, Guide to Greener Electronics, kom út í 8. sinn á dögunum. Almennt hefur einkunn framleiðenda lækkað, en það stafar af hertum kröfum Greenpeace varðandi eiturefni, raftækjaúrgang og loftslagsbreytingar. Nintendo og Microsoft sitja sem fyrr á botninum.
Lesið fréttatilkynningu Greenpeace 25. júní sl.,
 skoðið frammistöðu einstakra framleiðenda nánar 
 og rifjið upp „Orð dagsins“ 2. apríl 2008  
Birt:
			26. júní 2008
		
		
			
				
			
			
			Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Nintendo og Microsoft á botninum“, Náttúran.is: 26. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/30/nintendo-og-microsoft-botinum/ [Skoðað:4. nóvember 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. júní 2008
		
