Í Fossvogskirkjugarði á aðfangadag
Að heimsækja leiði látinna vina og ættmenna er siður sem að hefur sínar björtu og fallegu hliðar. Á aðfangadag, jóladag og yfir hátíðirnar allar er í kirkjugörðum landsins gjarnan kveikt á útkertum svo loga megi ljós á leiðinu. Við gerðum slíkt hið sama og gengum frá Fossvoginum yfir í Fossvogskirkjugarð eins og síðastliðin ár en okkur rak í rogastans yfir reykjarmekkinum sem lá frá kirkjugarðinum í blíðviðrinu. Því datt okkur í hug að varla gæti þetta verið eina leiðin til að lýsa upp minningu um látna ástvini. Þau kerti sem seld eru af bæði stórmörkuðum og líknarstofnunum sem útikerti virðast vera miklir mengunarvaldar og höfum við því ásett okkur að skimast um eftir öðrum möguleikum á næsta ári. Ef einhver veit um framleiðanda að minna mengandi útikertum eða er með gott ráð, endilega látið í ykkur heyra.
Myndin er tekin í duftreitnum í Fossvogskirkjugarði á aðfangadag 2005
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Í Fossvogskirkjugarði á aðfangadag“, Náttúran.is: 25. desember 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/fossvogskirkjugardur/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 4. maí 2007