Kundalini jógatímar með Guðrúnu Arnalds
Guðrún Arnalds hjá Andartak býður nú aftur upp á reglulega tíma í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan en námskeiðin eru haldin í Fagralundi við Furugrund* í Kópavogi.
Yogi Bhajan, meistari í Kundalini jóga um Kundalini jóga:
“Kundalini jóga er einstök tækni sem hefur það markmið að vekja vitund þína og leiða þig inn í þitt upprunalega sjálf. Það leyfir þínu náttúrulega eðli að birtast af sjálfu sér. Það kennir þér að öðlast sterkt ónæmiskerfi, kröftuga innkirtla, sterkt taugakerfi, góða blóðrás og að verða meðvitaður um þau áhrif sem venjur þínar hafa. Kundalini jóga er hraðskreiðasta leiðin til að gefa okkur beint samand milli líkama, hugar og sálar.”
Tímar í boði:
- Kundalini jóga og hugleiðsla: Þriðjud. og fimmtud. kl 18:30.
- Ferðalag í gegnum orkustöðvarnar. Hefst 10. mars, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:15.
- Kundalini jóga heima og að heiman. Lærðu að iðka jóga heima.
5 vikna námskeið hefst 16.mars. Mánudaga kl 17:15. - Meðgöngujóga hefst 16. mars. Mánudaga kl 12:15 / 18:30
Kröftugt, markvisst og umbreytandi jóga. Styrkir innkirtlakerfið, taugakerfið og líkamann í heild
og skilar strax árangri í formi aukinnar orku og vellíðunar
Heildrænt form af jóga sem eflir okkur til að standast álag og streitu daglegs lífs. Hvort sem þú eyðir 3 mínútum eða klukkutíma á dag í iðkun þá finnur þú afgerandi áhrif, bæði líkamlega og andlega, af þessu markvissa kerfi af æfingum og hugleiðslum.
Æfingarnar eru dínamískar – á hreyfingu, en um leið er farið inn á við. Hugleiðslurnar eru aðgengilegar bæði fyrir vana og óvana jógaiðkendur.
Sjá nánar um ofnagreinda tíma og fleiri möguleika til jógaiðkunar hjá á andartak.is – gudrun@andartak.is. S: 8962396
*(Ekið eftir Nýbýlavegi, niður Furugrund og til hægri við Snælandsvídeó.)
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kundalini jógatímar með Guðrúnu Arnalds“, Náttúran.is: 8. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/08/kundalini-jogatimar-meo-guorunu-arnalds/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.