Forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, sendi forseta Bandaríkjanna heillaóskaskeyti í gær. Í skeytinu segir Stoltenberg nauðsynlegt að að leita sameiginlegra lausna á þeim vanda sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir; fjármálakreppuna, loftslagsmál, baráttan við fátækt og baráttan fyrir frið og öryggi. Við megum ekki láta efnahagsleg vandamál bitna á fátækum þjóðum, svo unnt verði að ná samkomulagi um loftslagsmál og tryggja frið og öryggi. Ekki síst, segir Stoltenberg, verður Obama að leggja meiri kraft í að skapa frið í Miðausturlödum.

Í ræðu sinni í gær lagði Barack Obama áherslu á að each day brings further evidence that the ways we use energy strengthen our adversaries and threaten our planet.

We will restore science to its rightful place, … sagði Obama og gagnrýndi þar með George W. Bush, sem lét embættismenn sína falsa vísindaskýrslur til að gera lítið úr niðurstöðum vísindamanna um loftslagsbreytingar.

Obama undirstrikaði breytta stefnu Bandaríkjanna með eftirfarandi: We will harness the sun and the winds and the soil to fuel our cars and run our factories. og With old friends and former foes, we will work tirelessly to lessen the nuclear threat, and roll back the spectre of a warming planet. Fréttaritari sænska sjónvarpsins í Brussel sagði að Evrópusambandið hefði miklar væntingar á að Obama forseti drægi vagninn ásamt ESB í samningum um arftaka Kyoto-bókunarinnar, sem ljúka á í Kaupmannahöfn í Desember á þessu ári.

Væntingar ESB endurspeglast í ummælum Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem fara mun fyrir Evrópusambandinu seinni helming þessa árs. Í viðtali við sænska sjónvarpið í morgun sagði hann að Bandaríkin yrðu að koma til móts við umheiminn við lausn loftslagsvandans. Sænski forsætisráðherrann benti á að til þessa hefðu yfirlýsingar Bandaríkjaforseta verið jákvæðar en í ræðu sinni hefði Obama lagt áherslu á orkuöryggi Bandaríkjanna en ekki samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Án þátttöku Bandaríkjanna sagði Reinfeldt verður ekki unnt að fá Kína og Indland með í það samkomulag sem stefnt er að [í Kaupmannahöfn].
Birt:
21. janúar 2009
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Norrænir forsætisráðherrar um Obama “, Náttúran.is: 21. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/21/norraenir-forsaetisraoherra-um-obama/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. janúar 2009

Skilaboð: