Metan á Mars
Rannsóknir á Mars hafa sýnt fram á nokkurt magn metans er að finna á reikistjörnunni Mars. Metan eyðist í útfjólubláu ljósi svo ljóst er að stöðug útstreymi er á yfirborði plánetunnar. Metan getur á líffræðilegan uppruna eða átt rætur að rekja til jarðelisfræðilegrar virkni, eða kannski öllu heldur marseðslifræðilegrar. Ef um lífræðilega myndun er að ræða þá er líf undir yfirborði Mars. Örverur sem umbreyta einvherju, hugsanlega lífmassa, í metan. Eða lofttegundin á sér efnafræðilega skýringu s.s. oxun járns eða eldvirkni. Mars hefur séð tímana tvenna að minnsta kosti og hefur á einhverju tímabili verið með rennandi vatni á yfirborði. Enginn veit nákvæmlega sögu plánetunnar en margar kenningar hafa verið settar fram um hvað olli því að vatn hvarf af yfirborði Mars. Þeir sem vilja hætta sér á jaðar hins vísindalega ættu að lesa bók Graham Hancock- the Mars mystery en hann setur fram skemmtilega kenningu bókinni. En formlegri og sannreyndari umfjöllun má lesa Stjörnufræðivefnum og á vef NASA
Birt:
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Metan á Mars“, Náttúran.is: 16. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/16/metan-mars/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 23. febrúar 2011