Hvert er markmiðið með rekstri fyrirtækja og hvert er framlag þeirra til samfélagsins? Er hugmyndin um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja tískubóla í stjórnun, „mjúk“ reglusetning, eða aðferð til að styðja við samfélagslega og umhverfislega framþróun?

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Festa bjóða til morgunverðarfundar samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 4. maí 2012 frá kl. 8:30 til 9:30.

Fyrirlesarar á fundinum eru Dr. Mette Morsing, prófessor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) og annar tveggja forstöðumanna sjálfbærnistofnunar CBS frá 2011 og Sigurborg Arnardóttir sem starfað hefu hjá stoðfyrirtækinu Össuri frá árinu 1999, þar sem hún annast meðal annars stefnumótun og innleiðingu á samfélagsábyrgð hjá fyrirtækinu.

 

Birt:
1. maí 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Áskorun um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja“, Náttúran.is: 1. maí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/05/01/askorun-um-samfelagslega-abyrgd-fyrirtaekja/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: