Náttúra Íslands í myndum Hjörleifs Guttormssonar
Við opnun sýningarinnar 26. apríl sl. afhentu þau hjón, Kristín og Hjörleifur, Lögverndarsjóði náttúru og umhverfis 28 ljósmyndir af náttúru Íslands. Ljósmyndirnar verða til sölu að sýningu lokinni og mun söluverð renna til Lögverndarsjóðs náttúru og umhverfis. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa myndir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við skrifstofu Landverndar í síma 552 5242 eða með því að senda tölvupóst á landvernd@landvernd.is.
Um lögverndarrsjóð náttúru og umhverfis:
Þann 1. september 2002 tók til starfa Lögverndarsjóður náttúru og umhverfis vegna lögfræðilegra álitamála. Forgöngu um stofnun sjóðsins hafa Fuglaverndarfélag Íslands, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsamtök Vesturlands og Umhverfisverndarsamtök Íslands.
Til sjóðsins er stofnað í því skyni að veita fjárhagsstuðning til að fá úrlausn vegna lögfræðilegra álitamála er snerta náttúru- og umhverfisvernd. Markmið sjóðsins er að styðja málafylgju vegna lögfræðilegra álitamála sem að mati stjórnar sjóðsins geta varðað almenna hagsmuni um verndun náttúru og umhverfis og safna og varðveita fé í þessum tilgangi. Sjóðurinn getur ekki átt beina aðild að málarekstri.
Þeir sem vilja leggja sjóðnum lið geta lagt inn fé á bankareikning nr. 1155-15-30252, kt. 630802-2370 nú eða keypt og notið ljósmyndar eftir Hjörleif Guttormsson.
Myndin er frá Blábjörgum norðan Húsavíkur eystra.
Ljósmynd: Hjörleifur Guttormsson.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúra Íslands í myndum Hjörleifs Guttormssonar“, Náttúran.is: 12. maí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/hjorleifur_guttorms/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 11. maí 2007