Áhugaverð grein um baráttuna fyrir verndun Þjórsárvera
Í nýjasta hefti tímaritsins SÖGU fjallar Unnur B. Karlsdóttir sagnfræðingur ítarlega um deiluna um Þjórsárver á undanförnum fimm áratugum. Greinin nefnist „Ríki heiðagæsarinnar. Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera 1959–2007.“ Þjórsárver hafa verið í sviðsljósinu á síðustu árum, m.a. vegna áforma um miðlunarlón við Norðlinngaöldu.
Rætur deilunnar liggja aftur í tímann og var hún fyrsti árekstur virkjanastefnu og náttúruverndar á hálendi Íslands. Hún vakti ýmsar áleitnar spurningar um sambúð manns og náttúru og hvaða markmið og gildi ætti að hafa þar að leiðarljósi. Með friðlýsingu veranna árið 1981 náðist ákveðin málamiðlun milli náttúruverndarsinna og orkunýtingarsinna. Friðlýsingin leyfði þó orkunýtingu í hluta friðlandsins og það gátu náttúruverndarsinnar ekki sætt sig við, töldu að verin þyrfti að friða sem eina vistfræðilega heild. Í þessari grein er ljósi varpað á helstu ágreiningsatriði deilunnar og þá sýn á Þjórsárver sem hún endurspeglar.
Nánari upplýsingar um heftið má fá hjá Sögufélagi í Fischersundi eða á vefsíðu félagsins: www.sogufelag.is (þar er m.a. abstract af greininni).
Í Fischersundinu er einnig hægt að verða sér úti um heftið en það er einnig fáanlegt í helstu bókabúðum.
Rætur deilunnar liggja aftur í tímann og var hún fyrsti árekstur virkjanastefnu og náttúruverndar á hálendi Íslands. Hún vakti ýmsar áleitnar spurningar um sambúð manns og náttúru og hvaða markmið og gildi ætti að hafa þar að leiðarljósi. Með friðlýsingu veranna árið 1981 náðist ákveðin málamiðlun milli náttúruverndarsinna og orkunýtingarsinna. Friðlýsingin leyfði þó orkunýtingu í hluta friðlandsins og það gátu náttúruverndarsinnar ekki sætt sig við, töldu að verin þyrfti að friða sem eina vistfræðilega heild. Í þessari grein er ljósi varpað á helstu ágreiningsatriði deilunnar og þá sýn á Þjórsárver sem hún endurspeglar.
Nánari upplýsingar um heftið má fá hjá Sögufélagi í Fischersundi eða á vefsíðu félagsins: www.sogufelag.is (þar er m.a. abstract af greininni).
Í Fischersundinu er einnig hægt að verða sér úti um heftið en það er einnig fáanlegt í helstu bókabúðum.
Birt:
18. ágúst 2008
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Áhugaverð grein um baráttuna fyrir verndun Þjórsárvera“, Náttúran.is: 18. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/18/ahugavero-grein-um-barattuna-fyrir-verndun-thjorsa/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.