Aukin hveravirkni norðan við Hveragerði
Kristján Jónasson og Sigmundur Einarsson, jarðfræðingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, hafa undanfarið unnið að athugunum á háhitasvæðum landsins í þeim tilgangi að meta verndargildi jarðminja. Jarðhitasvæðin í og við Hveragerði voru könnuð skömmu fyrir Suðurlandsskjálftann 29. maí sl. Þann 20. maí var farið um jarðhitasvæðin í Hveragerði og við Gufudal og þann 28. maí var farið um jarðhitasvæðið í Grensdal. Þann 31. maí voru svæðin skoðuð aftur með tilliti til breytinga á hveravirkni. Engar beinar mælingar hafa verið gerðar á hverunum og því er hér aðeins um sjónmat að ræða.
Virkni hefur aukist allmikið á nokkrum svæðum, en á öðrum virðist lítið hafa breyst. Svæðin sem breyst hafa eru sýnd á meðfylgjandi korti. Þau raða sér nokkurn veginn á línur frá suðri til norðurs sem er u.þ.b. stefna þeirra sprungna sem hreyfst hafa við jarðskjálftana.
Mynd: Frussandi leirugur vatnshver á svæði D eftir skjálftann. Kristján Jónasson
Birt:
Tilvitnun:
Kristján Jónasson „Aukin hveravirkni norðan við Hveragerði“, Náttúran.is: 15. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/15/aukin-hveravirkni-noroan-vio-hverageroi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. júní 2008