Handverkshátíðin „Uppskera og handverk“ verður haldin í 16. sinn dagana 8.-10. ágúst. Þema sýningarinnar í ár er „miðaldir“. Opnunartími sýningarinnar er kl. 10.00-19.00 alla dagana. Fjölbreytt dagskrá verður á hátíðinni. Handverksfólk víðsvegar af landinu mun kynna og selja handverk sitt, einnig mun fjölbreyttur hópur handverksmanna erlendis frá sækja okkur heim.

Samsýning á verkum ellefu leirilstakvenna frá Íslandi og Finnlandi verður í salnum um hátíðina. Íslensku leirlistakonurnar sem sýna eru Kogga, Kristín Garðardóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir og Sigríður Ágústsdóttir.

Finnsku leirlistakonurnar eru 6 talsins og heita Elina Sallinen, Kati Hämäläinen, Laura Nurro, Merja Ranki, Mervi Kurvinen og Päivi Takala. Þær koma allar frá keramikverkstæðinu SAVEA í Helsinki en á laugardeginum 9. ágúst kl. 15 munu Merja Ranki og Päivi Takala vera með fyrirlestur um verkstæðið og þá listamenn sem þar vinna.

Finnska sendiráðið í Reykjavík styrkir komu finnsku leirlistakvennanna.

Sjá vef Uppskeru og handverks 2008.

Mynd: „Nappula“ Elina Sallinen.
Birt:
4. ágúst 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Uppskera og handverk 2008“, Náttúran.is: 4. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/04/uppskera-og-handverk-2008/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. ágúst 2008

Skilaboð: