Hver drap rafmagnsbílinn?
Opin sýning á heimildamyndinni Hver drap rafmagnsbílinn?
Bandaríski leikstjórinn Chris Paine sýnir heimildamynd sína Hver drap rafmagnsbílinn? - Who Killed The Electric Car? og situr fyrir svörum í sal 101 í Háskólanum í Reykjavík við Ofanleiti þriðjudagskvöldið 23 september, klukkan átta. Aðgangur er ókeypis.
Leikararnir Mel Gibson og Tom Hanks, auk James Woolsey, fyrrverandi forstjóra CIA, eru á meðal viðmælenda í myndinni sem er hröð, litrík og skemmtileg. Ýmsar samsæriskenningar um hlutverk bandarískra olíurisa, bílaiðnaðarins og ríkisstjórnar George Bush í að koma rafbílaframleiðslu fyrir kattarnef eru reifaðar í myndinni og koma þar nokkrar athyglisverðar staðreyndir í ljós.
Sögumaður myndarinnar er gamli leikarinn og umhverfisverndarsinninn og leiðir hann áhorfendur í gegnum einskonar glæpasögu eða lögreglurannsókn þar sem ljósi er varpað á framleiðslu og sölu á rafmagnsbílum í Kaliforníu stuttu fyrir
Birt:
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Íslands „Hver drap rafmagnsbílinn? “, Náttúran.is: 22. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/22/hver-drap-rafmagnsbilinn/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 23. september 2008