Montrealbókunin um vernd ósonlagsins er fyrsti alþjóðasamningur á sviði umhverfismála sem öll 196 ríki heims hafa staðfest. Austur-Tímor undirritaði samninginn, síðust þjóða, á degi ósonlagsins 16. september síðastliðinn.

Montrealbókunin var gerð 1987 við Vínarsáttmálann um verndun ósonlagsins frá 1985 og er því 22 ár síðan bindandi samkomulag var gert til varnar rþrnun ósonlagsins. Á þessum ríflega 20 árum hefur notkun ósoneyðandi efna minnkað um 95% og bannað hefur verið að framleiða og nota upp undir 100 efni og efnablöndur sem skaða ósonlagið. Rannsóknir vísindamanna sýna að ósonlagið er að jafna sig, og mun ná sama þéttleika árið 2075 og það hafði 1980. Enný á er mikið verk óunnið þar sem ósoneyðandi efni eru enn í notkun, bæði á vesturlöndum og í þróunarlöndunum, og eins berast þau út í andrúmsloftið frá gömlum búnaði og vörum sem ekki hefur verið fargað á ábyrgan hátt.

Sjá einnig frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Mynd: Ósonlagið yfir Suðurskautinu, af vef Umhverfisráðuneytisins.

Birt:
28. september 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Öll ríki hafa staðfest Montrealbókunina“, Náttúran.is: 28. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/28/oll-riki-hafa-staofest-montrealbokunina/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: