Fjölmenni á Laugavegi"Við viljum gefa fótgangandi meira rými og afslappaðra andrúmsloft til að njóta verslunar og menningarlífs á Laugaveginum," segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi og að ef borgarbúar taki strikið á Laugaveginn á morgun muni þeir upplifa bæði skemmtilega verslanir og lifandi tónlist þar að auki." Laugavegurinn frá Frakkastíg og Bankastræti verður göngugata eftir hádegi laugardaginn 5. september og vonast er til þess að ökumenn geymi bifreiðar sínar ókeypis í bílahúsunum á meðan.

Lokun Pósthússtrætis á góðviðrisdögum heppnaðist vel í sumar en það er eitt af Grænu skrefunum í Reykjavík. Skapaðist þá oft góð stemning gangandi á Austurvelli. Umhverfis- og samgönguráð ákvað í kjölfarið að gera tilraun með að loka Laugaveginum í samráði við kaupmenn og íbúa.

Tvær kannanir voru gerðar á vegum Umhverfis- og samgöngusviðs á Laugaveginum af þessu tilefni og kom þá meðal annars í ljós að 70-80% vegfarenda ganga götuna en aðeins rúmlega 20% keyra. Einnig kom í ljós að tæplega helmingur ökumanna á raunverulegt erindi á Laugaveginn, aðrir keyra flestir í gegn.

Lokað verður um klukkan 13.00 á morgun og síðar um daginn mun tónlist hljóma um götur. Gestir og gangandi geta búist við að heyra í Hjálmum, Ragnheiði Gröndal & Guðmundi Péturssyni, DÓRI DNA, Halla töframanni HELMUT und DALLA , Davíð Þór Jónsyni og Helga Svavari Svavarssyni. Kvennakórarnir Vox Feminae , Cantabile og Stúlknakór Reykjavíkur verða ennfremur á göngugötunni. Þau verða ýmist á Lækjartorgi, Skólavörðustíg og Laugvegi.

Birt:
4. september 2009
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Laugavegur göngugata á laugardaginn “, Náttúran.is: 4. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/04/laugavegur-gongugata-laugardaginn/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: