Hlaup í Skaftá er að hefjast
Í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra segir:
„Samkvæmt upplýsingum frá Vatnamælingum er hlaup hafið í Skaftá og gera má ráð fyrir að hlaupið verði í stærra lagi. Nú vex hratt í ánni við Sveinstind og gera má ráð fyrir vatnavöxtum í byggð seinna í dag eða kvöld. Fólki er ráðlagt að vera ekki nálægt upptökum Skaftár vegna brennisteinsmengunar. Upptök Skaftár eru úr Skaftárjökli í Vatnajökli austan við Langasjó. Ef verulega vex í ánni er hætta á að vatn flæði yfir veginn við Hólaskjól rétt við Eldgjá á Nyrðra fjallabaki og ef til vill víðar. Náið er fylgst með framgangi hlaupsins.“
Sjá myndskeið um hlaupið á visir.is.
Mynd frá Skaftárhlaupi 2007. Visir.is.
Birt:
11. október 2008
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Hlaup í Skaftá er að hefjast“, Náttúran.is: 11. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/11/hlaup-i-skafta-er-ao-hefjast/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.