Í 1.300 borgum Evrópu er um þessar mundir haldin Samgönguvika. Vitundarvakning um nauðsyn þess að draga úr mengun af völdum umferðar og hvatning til breyttra og betri samgönguhátta er hvatinn að átakinu. Samgönguvikan í Reykjavík hófst á sunnudaginn og nefnist „Samgönguvikan 2007 - Stræti fyrir alla“.

Auknar hjóreiðar er einn af þeim samgöngumátum sem lögð er áhersla á á Samgönguviku. Nokkrir dagskrárliðir snúast alfarið um hjól og hjólreiðar:

  • Í kvöld þriðjudaginn 18. september flytur sérfræðingurinn Julian Neuss fyrirlesturinn „Bicycle economics for all people - Reiðhjól má laga að öllu“ en fyrirlesturinn fjallar um hönnun reiðhjóla og verður fluttur á ensku, í sal Ólympíu- og íþróttasambands Íslands, Engjavegi 9.
  • Föstudaginn 21. september mun John Franklin fjalla um öryggi hjólreiðamanna. Fyrirlesturinn nefnist „Pardoxis in cycling safety - Mótsagnir í öryggi reiðhjólamanna“ og verður fluttur á ensku, á Reykjavíkurtorgi, Borgarbókasafni í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Pokasjóður styrkir komu Johns Franklin til Íslands.
  • Laugardaginn 22. september verður Tjarnarsprettur, hóphjólreiðar og þrautabraut. Hjólalestir leggja af stað í Nauthólsvík úr hverfum borgarinnar frá kl. 12:00 til 13:00. Kl. 13:45 hjóla síðan allir saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur.
  • Tjarnarspretturinn, ræstur við Vonarstræti kl. 14:30. Farið verða 15 hringir í kringum Tjörninga.
  • 14:00-17:00. Þrautabraut fyrir unga hjólreiðamenn á öllum aldri á Austurvelli.
  • Málþing og myndir um hjólreiðar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Kl. 15:30 fjallar Óskar Dýrmundsson fyrirlestur um sögu hjólreiða á Íslandi. Nefnist hann „Stigið á sveif með sögunni“. John Franklin, breski sérfræðingurinn í öryggi hjólreiðamanna mun í lokin leiðbeina hjólreiðamönnum (á ensku)
  • Hjólasýning. Sýnd verða fjölbreytt hjól: keppnishjól, liggihjól, samanbrjótanleg hjól, fjölskylduhjól, gamalt íslenskt sendihjól, o.fl.
  • Ljósmyndir á flatskjá af hjólreiðafólki frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
  • Hjóla- og samgönguleiðakort af Reykjavík verður drefit til gesta.
Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar. Grafík: Signý Kolbeinsdóttir
Birt:
18. september 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Samgönguvika hjólreiðafólks 2007“, Náttúran.is: 18. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/18/fyrirlestur-um-hnnun-reihjla/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: