Mat á umhverfisáhrifum rannsóknarborana
Iðnaðarráðherra er nú mjög annt um náttúruvernd. Hann tók netta rispu út af Kerinu í Grímsnesi og nú er honum mjög umhugað um Gjástykki og vill að þar fari fram mat á umhverfisáhrifum. Slíkt mat gæti orðið til þess að rannsóknarleyfi Landsvirkjunar yrði afturkallað, þ.e.a.s. ef Össur vill að rannsóknarboranir Landsvirkjunar sæti umhverfismati likt og skýr heimild er fyrir í lögum um mat áumhverfisáhrifum. (http://www.althingi.is/lagas/135a/2000106.html Sjá 2. viðauka). Ef iðnaðarráðherra á við boranir fari í mat eftir að rannsóknarborunum lýkur yrði of seint í rassinn gripið enda valda rannsóknarboranir umtalsverðu raski.
Samfylkingin hefur fengið á sig harða gagnrýni að undaförnu fyrir tvöfaldan boðskap í umhverfismálum. Einn fyrir kosningar og annan eftir kosningar.
Fyrir kosningar sagði formaður Samfylkingarinnar að "Með þessari stefnumótun um hið fagra Ísland hefur Samfylkingin tekið þá skýru stefnu að sú stóriðjustefna sem ríkisstjórnin hefur fylgt á umliðnum árum og boðar á komandi kjörtímabili eigi ekkert erindi við framtíðina. Hún á ekkert erindi við framtíðina, nú er tímabært að stokka upp spilin, gefa upp á nýtt og gefa náttúrunni betri spil á hendi en hún hefur haft hingað til. Samfylkingin mun fylgja þessu máli fast eftir, þetta verður veganesti hennar inn í nýja ríkisstjórn." (Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra 3. október 2006)
Spurningin er þá af hverju afturkallaði Össur Skarphéðinsson ekki það rannsóknarleyfi í Gjástykki sem forveri hans veitti Landsvirkjun 48 tímum fyrir kosningar 2007. Lögformlega var leyfisveiting Jóns Sigurðssonar hæpin enda var ekki fengin umsögn umhverfisráðherra og Össur hefði því verið í fullum rétti til að afturkalla leyfisveitinguna.
En, batnandi mönnum er best að lifa. Myndin er af háhitasvæðinu á Norðurlandi. Unnið fyrir Landvernd af Guðrúnu Tryggvadóttur.
Samfylkingin hefur fengið á sig harða gagnrýni að undaförnu fyrir tvöfaldan boðskap í umhverfismálum. Einn fyrir kosningar og annan eftir kosningar.
Fyrir kosningar sagði formaður Samfylkingarinnar að "Með þessari stefnumótun um hið fagra Ísland hefur Samfylkingin tekið þá skýru stefnu að sú stóriðjustefna sem ríkisstjórnin hefur fylgt á umliðnum árum og boðar á komandi kjörtímabili eigi ekkert erindi við framtíðina. Hún á ekkert erindi við framtíðina, nú er tímabært að stokka upp spilin, gefa upp á nýtt og gefa náttúrunni betri spil á hendi en hún hefur haft hingað til. Samfylkingin mun fylgja þessu máli fast eftir, þetta verður veganesti hennar inn í nýja ríkisstjórn." (Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra 3. október 2006)
Spurningin er þá af hverju afturkallaði Össur Skarphéðinsson ekki það rannsóknarleyfi í Gjástykki sem forveri hans veitti Landsvirkjun 48 tímum fyrir kosningar 2007. Lögformlega var leyfisveiting Jóns Sigurðssonar hæpin enda var ekki fengin umsögn umhverfisráðherra og Össur hefði því verið í fullum rétti til að afturkalla leyfisveitinguna.
En, batnandi mönnum er best að lifa. Myndin er af háhitasvæðinu á Norðurlandi. Unnið fyrir Landvernd af Guðrúnu Tryggvadóttur.
Birt:
9. júlí 2008
Tilvitnun:
Árni Finnsson „ Mat á umhverfisáhrifum rannsóknarborana“, Náttúran.is: 9. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/09/mat-umhverfisahrifum-rannsoknarborana/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.