Beluga í samstarf við pólsk samtök
Íslenska umhverfisverndar- og vottunarfyrirtækið Beluga ehf. tilkynnir mun taka þátt í samstarfi með Polish organization Centre for Citizenship Education (CCE) í verkefni sem nefnist „Young Ambassadors of Environmental Treasures of Local Communities“. CCE hlaut styrk í byrjun árs frá The Financial Mechanism of the European Economic Area, the Norwegian Financial Mechanism og pólskum styrktarsjóði sem styrkir verkefni á sviði umhverfisverndar.
Aðrir þátttakendur í verkefninu eru norska ráðgjafafyrirtækið Ramboll, argentínsku félagasamtökin OPE, sem reka vistvæn félög fyrir ungt fólk þar í landi, OPUS, sem er pólsk grein þessara samtaka, FWIE sem styður á bak við grænar tæknilausnir í gegnum tímaritið Green Brigades, eFTe sem eru samtök sem standa að svokölluðum „fair trade“ viðskiptum í Póllandi og Rekopol Recovery Organisation S.A, sem standa að endurvinnslu og umhverfisstjórnum í Pollandi.
Yfirlýst markmið verkefnisins er að virkja umhverfisvitund ungs fólks í Póllandi og verður verkefnið sett á laggirnar í alls 80 sveitafélögum þar í landi.
Sú reynsla sem Beluga hefur áunnið sér á Suðurlandi síðastliðin ár mun nýtast vel í þessu tilraunaverkefni en aðkoma Beluga verður ýmis ráðgjöf fyrir stjórnanda verkefnisins, Gabrielu Lipska hjá CCE.
Markmið verkefnisins er að:
- Auka umhverfismeðvitund nemenda í skólakerfinu
- Minnka orkusóun og auka vitund ungs fólks á umhverfisvernd
- Kynna fyrir ungu fólki ýmsar umhverfisvænni vörur sem eru á
- Markaði.
- Hvernig á að ferðast umhverfisvænt
- Stuðla að ýmsum umhverfislausnum
Verkefnið mun hefjast í mars á þessu ári og standa yfir í tvö ár.
Sjá vef Beluga.
Birt:
Tilvitnun:
Beluga „Beluga í samstarf við pólsk samtök“, Náttúran.is: 10. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/10/beluga-i-samstarf-vio-polsk-samtok/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.