Art of Living, AOL, er einstök öndunartækni og hugmyndafræði, sem Sri Sri Ravi Shankar  er höfundur að. Upprunnið úr fræðum Yoga, Bhagavad Gita,  og öðrum indverskum Vedic fræðum og heimspeki.

„Hugsanir okkar er á endalausu flakki milli fortíðar og framtíðar. Við höfum áhyggjur af einhverju sem sem koma skal eða erum að velta okkur uppúr einhverju sem er löngu liðið. Þetta framkallar streitu í líkamanum. Ef við erum í núinu og náum að kyrra hugan tekst okkur mun betur að takast á við lífið. Einbeiting eykst og lífsgæði aukast. Hljómar vel! En hvernig förum við að því að kyrra hugan?

Fæstir vita að líkaminn býr yfir einstöku „tæki“ til að losna við stress þ.e: „öndunina“. Já flest okkar nýta einungis lítinn hluta af öndunni og anda bara af gömlum vana og gera sér ekki grein fyrir mætti markvissrar öndunar.“

Á næsta námskeiði AOL á Íslandi dagana 14.-19. maí leiðbeinir Amol Shende hópnum en á námskeiðinu verður öndunartæknin „Sudarshan Kriyakennd“ kennd sérstaklega. Hugleiðsla og léttar jogaæfingar eru hluti af „listinni að lifa“.

Námskeiðið getur gagnast þér á eftirfarandi hátt:

  • Þú lærir æfingar sem að stuðla að betra jafnvægi á milli líkama, sálar og huga
  • Þú lærir tækni til þess að losna við neikvæðar hugsanir og tilfinningar
  • Getur minnkað stress og kvíða
  • Getur bætt heilsu og eykur orku
  • Getur bætt einbeitingu og  sjálfsöryggi
  • Þú getur öðlast betri sjálfsþekkinu

Sjá nánar um AOL á artofliving.org/intl 

Nánari upplýsingar um AOL á Íslandi á artoflving-europe.org.    

Birt:
20. apríl 2009
Höfundur:
Birgir Þórðarson
Tilvitnun:
Birgir Þórðarson „Listin að lifa - Yoga, öndunartækni, hugleiðsla“, Náttúran.is: 20. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/20/listin-ao-lifa-yoga-ondunartaekni-hugleiosla/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: