Eldvötn - Ný samtök stofnuð um náttúruvernd í Skaftárhreppi
Þann 28. júní sl. stofnaði hópur áhugafólks félagsskapinn Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi.
Framhaldsstofnfundur og um leið fyrsti stóri félagsfundurinn verður haldinn á Hótel Klaustri á Kirkjubæjarklaustri sunnudaginn 14. nóvember nk. kl. 14:00.
Markmið samtakanna er að vera málsvari umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða, fyrst og fremst. Þessum markmiðum hyggjast samtökin ná með því að:
- Efla vitund almennings – einkum íbúa Skaftárhrepps – um gildi náttúrunnar, umhverfismál og náttúruvernd.
- Veita stjórnvöldum og framkvæmdaaðilum gagnrýnið aðhald.
Stofnfélagar eru þeir sem undirrita stefnuyfirlýsingu Eldvatna fyrir árslok 2010. Félagið er opið öllum lögráða einstaklingum er leggja vilja umhverfis- og náttúruvernd lið, í samræmi við markmið samtakanna og lög þeirra.
Gestir fundarins verða Helgi Björnsson jöklafræðingur og Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur.
Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn. Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á netfangið eldvotn@gmail.com.
Ljósmynd: Skaftárflúðir.
Birt:
Tilvitnun:
Ólafía Jakobsdóttir „Eldvötn - Ný samtök stofnuð um náttúruvernd í Skaftárhreppi“, Náttúran.is: 10. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/10/eldvotn-ny-samtok-stofnud-um-natturuvernd-i-skafta/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 12. nóvember 2010