Sunnudaginn 10. október 2010 er alþjóðlegur dagur loftlagsins sem samtökin  www.350.org standa fyrir. Þá munu fólk, hópar, fyrirtæki og félagasamtök um allan heim standa að sameiginlegu átaki til að draga úr koldíoxíðlosun á einn eða annan hátt.

Sólheimar í Grímsnesi hafa ákveðið að leggja baráttunni lið og er þér/ykkur hér með boðið að taka þátt í þeirri dagskrá sem fram fer þann dag. Ekki hika við að hafa samband ef þið þurfið frekari upplýsingar.

Dagskrá:

Kl. 14:00 – 18:00

  • Gróðursetning trjáa við Tómasarsmiðju myndataka Kl. 15:50 (3:50) - allir að mæta!
  • Hvað veistu um tré? Upplýsingar um tré í Ölri Skógræktarstöð
  • Fræplöntun í gróðurhúsi Garðyrkjustövarinnar Sunnu
  • Hvað veistu um sjálfbærni og Sesseljuhús ? Upplýsingar í Sesseljuhúsi
  • Föndur úr endurunnum pappír og plasti í Sesseljuhúsi
  • Spurningaleikur um sjálfbærni á Sólheimum
    verðlaun í boði!! * «Future of hope» (Heather Millard & Henry Batemen) sýnd í Sesseljuhúsi. Heimildarmynd um jákvæð áhrif hrunsins á Íslandi kl 16:30 og 18:00
  • Lífrænn matur, snyrtivörur, kerti og handiðn selt í versluninni Völu. Drykkir, kaffi og kökur selt í Grænu könnunni.
Birt:
5. október 2010
Tilvitnun:
Katrín Magnúsdóttir „Alþjóðlega loftslagsdeginum gert hátt undir höfði á Sólheimum“, Náttúran.is: 5. október 2010 URL: http://nature.is/d/2010/10/05/althjodlega-loftslagsdeginum-gert-hatt-undir-hofdi/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: