Hægir straumar virkjaðir
Frumgerð nýrrar tegundar vantsaflsvirkjana frá Háskólanum i Michigan getur nýtt hæga strauma í sjó eða ám. Aðferðin er kölluð VIVACE (Vortex Induced Vibrations for Aquatic Clean Energy) sem tónlistarmenn þekkja sem merkingu á tónlist sem hljóma á líflega. En á íslensku má snara þessu sem hvirfil vakinn titringur fyrir hreina vatnsorku. En þannig virkar kerfið einmitt með þvi að lóðréttum sívalningum er komið fyrir á botni sjávar eða vatnsfalls og þegar vatnið streymir um sívalninginn myndast titringur og hann er notaður til raforkuframleiðslu. Þessi tækni getur nýtt flæði sem getur farið allt niður í 2 hnúta eða um 3 km/klst en aðrar aðferðir hafa þurft 5 - 6 hnúta flæði eða um 11 km/klst. Nokkrir svona sívalningar eiga að geta skilað nægri orku fyrir vita eða skip við festar. En svæði á stærð við hlaupavöll mun geta framleitt orku fyrir um 100.000 heimili á 5,5 bandarísk cent fyrir kílówattstund eða tæpar 8 krónur íslenskar á gegningu 140 kr fyrir dollar. Þetta er svipað verð og heimili hér greiða fyrir raforku hér á landi miðað við gengi krónunnar þegar þetta er ritað. Ekki er sagt frá umhverfisáhrifum af þessum sívalningum en telja má að þau séu verulega minni en af stórum uppistöðulónum og ættu ekki að trufla fiska svo mjög þar sem mögulegt er að synda á milli þeirra og botninn er ekki alveg þakinn.
Birt:
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Hægir straumar virkjaðir“, Náttúran.is: 26. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/26/haegir-straumar-virkjaoir/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.