Umhverfisstofnun auglýsir starf sérfræðings um friðlandið Surtsey laust til umsóknar
Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings um friðlandið Surtsey á deild náttúruverndar. Surtsey var friðlýst árið 1965 og árið 2006 var friðlýsingin endurskoðuð og friðlandið stækkað umtalsvert. Árið 2009 komst Surtsey á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna og árið 2010 opnaði stofnunin Surtseyjarstofu í Vestmannaeyjum.
Helstu verkefni sérfræðingsins eru:
- Dagleg umsjón með gestastofu í Vestmannaeyjum.
- Umsjón með friðlandinu Surtsey.
- Umsagnir og álitsgerðir í náttúruverndarmálun.
Gerð er krafa um háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. í jarðfræði, náttúrulandfræði, líffræði eða umhverfis- og auðlindafræði. Framhaldsmenntun er kostur.
Að öðru leyti verða eftirfarandi kröfur um þekkingu, reynslu og hæfni hafðar til viðmiðunar við val á starfsmanni:
- Þekking á umhverfismálum og náttúruvernd.
- Þekking á opinberri stjórnsýslu og almennum rekstri.
- Reynsla af miðlun upplýsinga og fræðslu til mismunandi hópa.
- Þekking á friðlandinu.
- Reynsla af útivist.
- Kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.
- Samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskipum.
Starfsaðstaða sérfræðingsins er í Vestmannaeyjum og skal hann vera búsettur þar.
Næsti yfirmaður sérfræðingsins er deildarstjóri deildar náttúruverndar, Ólafur A. Jónsson, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Sigrúnu Valgarðsdóttur starfsmannastjóra í síma 591 2000.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir við ráðningu.
Umsóknir skulu sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið umhverfisstofnun@umhverfisstofnun.is fyrir 28. nóvember 2010.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Umhverfisstofnun auglýsir starf sérfræðings um friðlandið Surtsey laust til umsóknar“, Náttúran.is: 14. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/14/umhverfisstofnun-auglysir-starf-serfraedings-um-fr/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.