Málstofa með bönkunum sem skipta með sér umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs 2010 verður haldin í Norræna húsinu þ. 2. nóvember nk. frá kl. 17:00 - 19:00.

Þema umhverfisverðlaunanna 2010 er umhverfisvæn eignastýring. Verðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum, fjölmiðli eða einstaklingi sem sýnir fordæmi í starfi með því að hafa áhrif á fjármálamarkaðinn, eignastýringageirann, banka eða ráðgjafa og fá þá til að vinna að sjálfbærni og langtímamarkmiðum í eignastýringu sinni.

Handhafar umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2010 eru bankarnir Merkur Andelskasse dn, Ekobanken sv og  Cultura bank no. Sívaxandi áhugi og traust almennings á Norðurlöndum á þessum bönkum byggist m.a. á því að þeir beita sér fyrir ábyrgri samfélagsuppbyggingu og stunda ekki spákaupmennsku.

Frá upphafi hafa bankarnir þrír haft gagnsæi að leiðarljósi í starfi sínu og gefa þeir reglulega út yfirlit um lán til fyrirtækja og stofnana. Virk þátttaka í samfélagsumræðunni er einnig mikilvægur hluti af starfi þeirra.

Fyrirlesarar eru:

  • Hlutverk banka í samfélaginu. Hugmyndagrundvöllur sjálfbæru bankanna, viðskiptalíkan þeirra og alþjóðleg samskiptanet - Lars Pehrson, bankastjóri Merkur Andelsbank
  • Fjármögnun umhverfisverkefna og sjálfbærra bygginga - Lars Hektoen, bankastjóri Cultura Bank
  • Þróun í nærsamfélagi. Fjármögnun menningarstarfs og menntunar - Annika Lauren, bankastjóri Ekobanken
  • Bankahrunið í ljósi kvikra kerfislíkana (System Dynamics) - Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og náttúruvísinasviðs HÍ

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Birt:
1. nóvember 2010
Höfundur:
Norræna húsið
Uppruni:
Norræna húsið
Tilvitnun:
Norræna húsið „Samfélagslega ábyrgir bankar - leið að réttlátu hagkerfi“, Náttúran.is: 1. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/10/21/samfelagslega-abyrgir-bankar-leid-ad-rettlatu-hagk/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. október 2010
breytt: 1. nóvember 2010

Skilaboð: