Um mánuðina
Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal og séra Bjarni Arngrímsson á Melum reyndu að gera mánuðina aðengilegri í lestrarkveri fyrir börn.
- Januarius, eða miðsvetrarmánuður...hann hálfnar veturinn. Fyrra part þess mánaðar er brundtími sauðfjár.
- Februarius, eða föstuinngangsmánuður...þá búa karlmenn sig til fiskveiða á verstöðum.
- Martius, eða jafndægurmánuður...nú er vertíð við sjó og vorið byrjað.
- Aprílio, eða sumarmánuður...þá byrjar sumarmisseri, lengir dag og minnka oft frosthörkur.
- Majus, eða fardagamánuður...þá er unnið á túnum, sáð til matar, sauðburður hefst og fuglar verpa.
- Júníus, eða náttleysimánuður...þá er lengstur dagur, nú er plantað káli, rúið sauðfé, lömbum fært frá og rekið á afrétt.
- Júlíus, eða miðsumarsmánuður...þá eru dregin að búföng, flutt í sel, farið á grasafjall og byrjaður sláttur.
- Augustus, eða heyannamánuður...þá standa heyannir, hirt tún og yrktar engjar.
- September, eða aðdráttamánuður...þá enda heyannir, en byrjast haustið, gjörð fjallskil, hyrtar matjurtir.
- Oktober, eða slátrunarmánuður...þá byrjar vetrar misserið, nú er færð mykja á tún, slátrað búfé og börn byrja stöfun.
- Nóvember, eða ríðtíðarmánuður...þá er sest að við ullar vinnu og hyrtur búsmali.
- Desember, eða skammdegismánuður... endar árið, þá er stystur dagur og vökur lengstar.
Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaðinum.
Birt:
27. apríl 2013
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Um mánuðina“, Náttúran.is: 27. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2008/04/17/um-manuoina/ [Skoðað:30. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. apríl 2008
breytt: 22. febrúar 2013