SEEDS og Hjólafærni standa fyrir skemmtilegu hjólaverkefni frá 24. júlí - 6. ágúst á suðurlandsundirlendinu en  7 manna hópur sjálfboðaliða hjólar frá Reykjavík með viðkomu og nokkra daga dvöl í Hveragerði, Þorlákshöfn og Eyrarbakka til þess að ræða við íþrótta- og tómstundafulltrúa og aðra áhugasama til þess að setja upp um 10 km hjólahring í nágrenninu. Ferðinni lýkur svo í Alviðru, umhverfis- og fræðslusetri Landverndar þar sem hópurinn mun vinna að umhverfismálum í nágrenninu.

Á meðan hópurinn dvelur á hverjum stað fyrir sig geta íbúar og aðrir komið og fengið hjólin sín ástandsskoðuð af Dr. Bæk og aðstoð við að lagfæra minniháttar vankanta á hjólinu.

Marta Olivo fer fyrir hópnum og er frá Ítalíu. Hún er mikill hjólafrömuður og hlaut styrk frá Ungu Fólki í Evrópu til þess að koma til landsins og vinna að hjólatengdum verkefnum með SEEDS og Hjólafærni.

Frekari upplýsingar veitir Anna Lúðvíksdóttir, verkefnisstjóri hjá SEEDS í síma 867 3406 eða á anna@seedsiceland.org

Birt:
27. júlí 2010
Tilvitnun:
Anna Lúðvíksdóttir „SEEDS og Hjólafærni á Suðurlandi“, Náttúran.is: 27. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/07/27/seeds-og-hjolafaerni-sudurlandi/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: