Heilsuveisla í Súlnasal Hótel Sögu um helgina
Blásið er til Heilsuveislu í Súlnasal Hótel Sögu dagana, 19. - 20. febrúar 2011. Veislan er í formi fyrirlestra, kynninga, sýnikennslu og skemmtiatriða. Gestir fá heilsumat og ógrynni af upplýsingum og uppskriftum. Einnig verður heilsumarkaðstorg þar sem fyrirtæki er starfa innan þessa ramma kynna vörur sínar og þjónustu. Sérstök áhersla er lögð á llífrænar vörur.
Hér verða meistarakokkar á borð við Auði heilsukokk með sýnikennslu, innlendir framleiðendur, fulltrúar veitingastaða, snyrtifræðingar, atvinnudansarar, nuddarar og margt fleira. Náttúran.is tekur þátt í veislunni og mun kynna þjónustu sína og gefa gestum Græn Reykjavíkurkort, veggspjöld og Náttúruspil.
Sérstakir gestir eru:
Anna Birna Ragnarsdóttir, Anna Claessen, Auður Ingibjörg Konráðsdóttir, Ásta Valdimarsdóttir, Benedikta Jónsdóttir, Bjargey Aðalsteinsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Heiðar Jónsson, Helga M. Bergsteinsdóttir, Kristbjörg Kristmundsdóttir, Kristín Vala Ragnarsdóttir, Kristján Viðar Haraldsson, Matti Oswald, Unnur Kolka Leifsdóttir og Yesmine Olsson.
Skipuleggjendur ráðstefnunnar eru; IceStat, NordicaSpa ehf., Heilsukokkur ehf., Edda Björgvinsdóttir og Markmið.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Heilsuveisla í Súlnasal Hótel Sögu um helgina“, Náttúran.is: 16. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/03/heilsuradstefnan-heilsa-og-hamingja/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. febrúar 2011
breytt: 16. febrúar 2011