Reiknivél fyrir kolefnislosun heimila opnuð í Noregi
Orð dagsins 8. desember 2009
Opinber loftslagsreiknivél var tekin í notkun í Noregi í gær, en með henni geta einstaklingar á einfaldan hátt reiknað hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum sleppur út í andrúmsloftið af þeirra völdum. Reiknivélin hefur þá sérstöðu umfram flestar slíkar, að hún tekur einnig til óbeinnar losunar vegna neyslu, flutninga, matvöru o.s.frv. Þróun reiknivélarinnar var samstarfsverkefni sérfræðinga frá ýmsum rannsóknarstofum og stofnunum í Noregi, en verkið var unnið fyrir Klimaløftet, sem er fræðslumiðstöð norskra stjórnvalda um loftslagsmál.
Lesið frétt á heimasíðu Grønn Hverdag í gær
og frétt í Aftenposten í fyrradag
og skoðið reiknivélina á www.klimakalkulatoren.no.
Birt:
8. desember 2009
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Reiknivél fyrir kolefnislosun heimila opnuð í Noregi“, Náttúran.is: 8. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/14/reiknivel-fyrir-kolefnislosun-heimila-opnuo-i-nore/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 14. desember 2009