Orkustofnun veitir Landsvirkjun leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni og efnisnámum í landi Norðurþings, Þeistareykja og Reykjahlíðar í Gjástykki
Við undirbúning leyfisveitingarinnar var leitað umsagnar umhverfisráðuneytis, sem leitaði umsagnar Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Þá leitaði Orkustofnun einnig umsagnar sveitarfélaganna Norðurþings, Skútustaðarhrepps og Þingeyjarsveitar sem og Landeigenda Reykjahlíðar ehf.
Leyfið felur í sér heimild til rannsókna á jarðhita, grunnvatni og efnisnámum á rannsóknarsvæðinu, sem og almennra umhverfisrannsókna sem nauðsynlegar eru til að kanna áhrif hugsanlegrar nýtingar á umræddar auðlindir, í samræmi við rannsóknaráætlun leyfishafa.
Leyfið gildir frá 10. janúar 2011 til 31. desember 2013.
Leyfið felur ekki í sér heimild til nýtingar á jarðrænum auðlindum á rannsóknarsvæðinu. Komi til nýtingar þarf leyfishafi að sækja um sérstakt virkjunarleyfi og/eða nýtingarleyfi og ná samkomulagi við umráðahafa réttinda á svæðinu um endurgjald fyrir auðlindina eða afla sér eignarnámsheimildar.
Sjá rannsóknarleyfið
Birt:
Tilvitnun:
Orkustofnun „Orkustofnun veitir Landsvirkjun leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni og efnisnámum í landi Norðurþings, Þeistareykja og Reykjahlíðar í Gjástykki“, Náttúran.is: 11. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/11/orkustofnun-veitir-landsvirkjun-leyfi-til-rannsokn/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.