Þúsaldarmarkmiðin
Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt á 55. allsherjarþingi S.þ. í september 2000. Þúsaldarmarkmiðin leggja áherslu á að ríkar þjóðir og snauðar verði að taka höndum saman í baráttunni gegn fátækt og stefni að því markmiði að helminga fátækt í heiminum fyrir árið 2015.
Átta helstu áhersluatriði yfirlýsingarinnar eru kölluð Þúsaldarmarkmið um þróun:
- Eyða fátækt og hungri
- Öll börn njóti grunnskólamenntunar
- Vinna að jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt kvenna
- Lækka dánartíðni barna
- Vinna að bættu heilsufari kvenna
- Berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúkdómum sem ógna mannkyninu
- Vinna að sjálfbærri þróun
- Styrkja hnattræna samvinnu umþróun
Þúsaldaryfirlýsingin leggur áherslu á að opið og réttlátt fyrirkomulag alþjóðaviðskipta sé ein grundvallarforsenda þess að sigur náist í baráttunni gegn fátækt í heiminum og þjóðir heims skuldbinda sig til að forðast mismunun og ójafnræði í alþjóðaviðskiptum.
Birt:
2. júní 2010
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Þúsaldarmarkmiðin“, Náttúran.is: 2. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/30/thusaldarmarkmidin/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. júní 2010