Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt á 55. allsherjarþingi S.þ. í september 2000. Þúsaldarmarkmiðin leggja áherslu á að ríkar þjóðir og snauðar verði að taka höndum saman í baráttunni gegn fátækt og stefni að því markmiði að helminga fátækt í heiminum fyrir árið 2015.

Átta helstu áhersluatriði yfirlýsingarinnar eru kölluð Þúsaldarmarkmið um þróun:

  1. Eyða fátækt og hungri
  2. Öll börn njóti grunnskólamenntunar
  3. Vinna að jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt kvenna
  4. Lækka dánartíðni barna
  5. Vinna að bættu heilsufari kvenna
  6. Berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúkdómum sem ógna mannkyninu
  7. Vinna að sjálfbærri þróun
  8. Styrkja hnattræna samvinnu umþróun

Þúsaldaryfirlýsingin leggur áherslu á að opið og réttlátt fyrirkomulag alþjóðaviðskipta sé ein grundvallarforsenda þess að sigur náist í baráttunni gegn fátækt í heiminum og þjóðir heims skuldbinda sig til að forðast mismunun og ójafnræði í alþjóðaviðskiptum.

Sjá nánar um þúsaldarmarkmið á vef Sameinuðu þjóðanna.

Birt:
2. júní 2010
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Þúsaldarmarkmiðin“, Náttúran.is: 2. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/30/thusaldarmarkmidin/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. júní 2010

Skilaboð: