Norðurlandaráð auglýsti á dögunum eftir tilnefningum til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs fyrir árið 2010. Að þessu sinn verða verðlaunin veitt norrænu fyrirtæki, stofnun, fjölmiðli eða einstaklingi, sem hefur verið í fararbroddi og haft áhrif, beint eða óbeint, á fjármálamarkaðinn, fjármögnunariðnaðinn, banka eða ráðgjafa í því augnamiði að vinna að langtímamarkmiðum og samþætta sjálfbærni (náttúru- og umhverfismál og samfélagsábyrgð) í fjármálaumsýslu. Öllum er heimilt að senda inn tillögur, en þær þurfa að berast á sérstökum eyðublöðum í síðasta lagi föstudaginn 11. desember 2009 kl. 12.00.

Nánari upplýsingar um tilnefningarnar, þ.m.t. eyðublöð á íslensku með upplýsingum um viðtakanda, er að finna á heimasíðu Norðurlandaráðs.

Birt:
23. nóvember 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Óskað eftir tilnefningum til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs“, Náttúran.is: 23. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/23/oskao-eftir-tilnefningum-til-natturu-og-umhverfisv/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: