Fundur um náttúruvernd og ferðaþjónustu
Umhverfisráðuneytið og iðnaðarráðuneytið efna til fundar um náttúruvernd og ferðaþjónustu á Grand Hótel, fimmtudaginn 18. nóvember kl. 8:30-10:00. Á fundinum verður fjallað um nýlega úttekt Umhverfisstofnunar á álagi á friðlýstum svæðum vegna ferðamanna, úrræði til umbóta, fjármögnun þeirra og leiðir til að tryggja að ferðaþjónusta og náttúruvernd fari saman.
Dagskrá:
- Ávarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra.
- Ástand og umbætur á friðlýstum svæðum. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.
- Ferðamannastaðir á Íslandi – uppbygging til framtíðar. Elías Gíslason, forstöðumaður ferðamálasviðs Ferðamálastofu.
- Uppbygging ferðamannastaða. Fjármögnun, ábyrgð, sjálfbærni. Einar Torfi Finnsson, framleiðslustjóri hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum, handhafa umhverfisverðlauna Ferðamálastofu.
- Rekstur og umsjá þjóðgarða og friðlýstra svæða. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.
- Ávarp Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra.
Ljósmynd: Dettifoss, Árni Tryggvason.
Birt:
16. nóvember 2010
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Fundur um náttúruvernd og ferðaþjónustu“, Náttúran.is: 16. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/16/fundur-um-natturuvernd-og-ferdathjonustu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.